Vill eyða lagalegri óvissu

Silja segir málinu lokið af sinni hálfu komi í ljós …
Silja segir málinu lokið af sinni hálfu komi í ljós að í raun sé bannað að framkvæma umskurð á kynfærum drengja.

Silja Dögg Gunn­ars­dótt­ir, þingmaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, hef­ur lagt fram fyr­ir­spurn á Alþingi til dóms­málaráðherra í því skyni að reyna að eyða laga­legri óvissu um það hvort umsk­urður á kyn­fær­um drengja sé í raun leyfi­leg­ur.

Verði svarið á þá leið að umsk­urður sé leyfi­leg­ur mun hún end­ur­flytja frum­varp sem hún var fyrsti flutn­ings­maður að á síðasta þingi um að umsk­urður drengja varði við hegn­ing­ar­lög, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í dag.

Silja Dögg spyr dóms­málaráðherra að því hvort heim­ilt sé að fram­kvæma umsk­urð á kyn­fær­um drengja, ef ekki liggja fyr­ir lækn­is­fræðileg­ar ástæður eða rök fyr­ir þörf á slíku óaft­ur­kræfu inn­gripi og þá í hvaða til­vik­um það sé heim­ilt. Hún leit­ar svara ráðherra við fleiri spurn­ing­um viðvíkj­andi þessu máli, meðal ann­ars hvort umsk­urður­inn geti verið and­stæður mann­rétt­inda­ákvæðum stjórn­ar­skár, ákvæðum barna­vernd­ar­laga og fleiri lög­um og sátt­mál­um.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert