Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, hefur lagt fram fyrirspurn á Alþingi til dómsmálaráðherra í því skyni að reyna að eyða lagalegri óvissu um það hvort umskurður á kynfærum drengja sé í raun leyfilegur.
Verði svarið á þá leið að umskurður sé leyfilegur mun hún endurflytja frumvarp sem hún var fyrsti flutningsmaður að á síðasta þingi um að umskurður drengja varði við hegningarlög, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.
Silja Dögg spyr dómsmálaráðherra að því hvort heimilt sé að framkvæma umskurð á kynfærum drengja, ef ekki liggja fyrir læknisfræðilegar ástæður eða rök fyrir þörf á slíku óafturkræfu inngripi og þá í hvaða tilvikum það sé heimilt. Hún leitar svara ráðherra við fleiri spurningum viðvíkjandi þessu máli, meðal annars hvort umskurðurinn geti verið andstæður mannréttindaákvæðum stjórnarskár, ákvæðum barnaverndarlaga og fleiri lögum og sáttmálum.