Áform um Indlandsflug óbreytt

WOW þota á flugi.
WOW þota á flugi. mbl.is/Árni Sæberg

Wow air mun fljúga fyrsta áætl­un­ar­flug sitt milli Kefla­vík­ur og Delí á Indlandi í des­em­ber. Áform fé­lags­ins um að hefja Asíuflug eru óbreytt, skv. upp­lýs­ing­um sem Morg­un­blaðið aflaði í kjöl­far þess að WOW air tryggði sér 6,4 millj­arða í skulda­bréfa­út­boði sem unnið hef­ur verið að á síðustu vik­um.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá fé­lag­inu verða fjár­mun­irn­ir sem aflað var með útboðinu nýtt­ir til rekstr­ar­ins og frek­ari upp­bygg­ing­ar. Þá verður hluta fjár­hæðar­inn­ar varið til að gera upp við birgja fé­lags­ins.

Þá hygg­ur fé­lagið á skrán­ingu í Kaup­höll inn­an eins til eins og hálfs árs. Verðmat á fyr­ir­tæk­inu ligg­ur ekki fyr­ir en Ari­on banki og Arctica Fin­ance munu verða flug­fé­lag­inu til ráðgjaf­ar í skrán­ing­ar­ferl­inu, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert