Komast ekki á legudeildir

Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðalækninga á Landspítala.
Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðalækninga á Landspítala. mbl.is/Sigurður Bogi

„Álagið felst í því að það eru marg­ir sjúk­ling­ar sem hafa lokið fyrstu meðferð á bráðamót­töku en kom­ast ekki til inn­lagn­ar á sér­hæfðum legu­deild­um,“ seg­ir Jón Magnús Kristjáns­son, yf­ir­lækn­ir bráðalækn­inga á Land­spít­ala, en í dag var greint frá því að vegna álags væri sjúk­ling­um for­gangsraðað eft­ir bráðleika á bráðamót­töku.

„Or­sök­in er í sjálfu sér ekki slys eða auk­in veik­indi, held­ur skort­ur á rúm­um á legu­deild­um,“ seg­ir Jón Magnús, sem býst við því að ástandið geti varað í nokkra daga. „Þetta ástand er alltaf svo­lít­inn tíma að byggj­ast upp. Það hef­ur verið vax­andi álag und­an­farna daga og við ger­um ráð fyr­ir því að það taki líka nokkra daga að vinda ofan af þessu.“

„Við ger­um það bæði með því að virkja spít­al­ann all­an til að leysa úr þessu, en líka í góðu sam­starfi við heilsu­gæslu­stöðvar á höfuðborg­ar­svæðinu og Lækna­vakt­ina, og svo sjúkra­hús­in í ná­granna­sveit­ar­fé­lög­un­um.“

Fá góða þjón­ustu á heilsu­gæslu­stöðvum

Biðlað er til fólks með minna bráð veik­indi og minni hátt­ar áverka að leita til heilsu­gæslu­stöðvar í sínu hverfi. „Heilsu­gæsl­an hef­ur aukið mjög sína þjón­ustu und­an­far­in ár. All­ar heilsu­gæslu­stöðvar höfuðborg­ar­svæðis­ins eru með opna bráðatíma á dag­inn sem fólk get­ir farið í án þess að panta tíma. Við minni veik­indi eða slys get­ur fólk fengið mjög góða þjón­ustu með því að leita á sína heilsu­gæslu,“ seg­ir Jón Magnús.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert