Meirihluti Borealis úr landi

Etix Group hefur keypt 55% hlut í Borealis Data Center.
Etix Group hefur keypt 55% hlut í Borealis Data Center.

Alþjóðlegt sérhæft gagnaversfyrirtæki, Etix Group, með höfuðstöðvar í Lúxemborg, hefur keypt 55% hlut í gagnaversfyrirtækinu Borealis Data Center.

Etix Group er að 41% hluta í eigu japanska bankans SBI Holdings. Fyrir kaupin voru helstu eigendur félagsins Brú Venture Partners með 37,52% hlut, Björn Brynjúlfsson, framkvæmdastjóri félagsins, með 16,67% og Gísli Hjálmtýsson með 13,78%.

Borealis hefur um árabil rekið gagnaver á Ásbrú á Reykjanesi, en tvö ný gagnaver fyrirtækisins munu hefja starfsemi á næstunni, annað við Blönduós og hitt á Fitjum. Björn segir í samtali við Morgunblaðið að fjárfestingin hlaupi á hundruðum milljóna króna, og bæði nýju gagnaverin séu uppseld, ekki komist fleiri tölvur þar inn. Eftir söluna mun fyrirtækið breyta um nafn og heita Etix Everywhere Borealis.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert