Meirihluti Borealis úr landi

Etix Group hefur keypt 55% hlut í Borealis Data Center.
Etix Group hefur keypt 55% hlut í Borealis Data Center.

Alþjóðlegt sér­hæft gagna­vers­fyr­ir­tæki, Etix Group, með höfuðstöðvar í Lúx­em­borg, hef­ur keypt 55% hlut í gagna­vers­fyr­ir­tæk­inu Bor­eal­is Data Center.

Etix Group er að 41% hluta í eigu jap­anska bank­ans SBI Hold­ings. Fyr­ir kaup­in voru helstu eig­end­ur fé­lags­ins Brú Vent­ure Partners með 37,52% hlut, Björn Brynj­úlfs­son, fram­kvæmda­stjóri fé­lags­ins, með 16,67% og Gísli Hjálm­týs­son með 13,78%.

Bor­eal­is hef­ur um ára­bil rekið gagna­ver á Ásbrú á Reykja­nesi, en tvö ný gagna­ver fyr­ir­tæk­is­ins munu hefja starf­semi á næst­unni, annað við Blönduós og hitt á Fitj­um. Björn seg­ir í sam­tali við Morg­un­blaðið að fjár­fest­ing­in hlaupi á hundruðum millj­óna króna, og bæði nýju gagna­ver­in séu uppseld, ekki kom­ist fleiri tölv­ur þar inn. Eft­ir söl­una mun fyr­ir­tækið breyta um nafn og heita Etix Everywh­ere Bor­eal­is.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert