„Röð af klaufaskap og mistökum“

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að fyrirtækið muni halda …
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að fyrirtækið muni halda áfram að hlúa að íslensku heilbrigðiskerfi, þrátt fyrir seinagang við uppsetningu jáeindaskannans á Landspítala. mbl.is/Golli

Kári Stef­áns­son, for­stjóri Íslenskr­ar erfðargrein­ing­ar, seg­ir ferlið frá því að skóflu­stunga að bygg­ing­unni sem hýs­ir já­eindaskann­ann við Land­spít­ala var tek­in í janú­ar árið 2016 og þar til hann var tek­inn í notk­un í síðustu viku vera röð af klaufa­skap og mis­tök­um.

Fyrstu áætl­an­ir gerðu ráð fyr­ir því að taka mætti tækið í notk­un um miðjan sept­em­ber árið 2016, en þær stóðust ekki, né held­ur áætl­an­ir sem gerðu ráð fyr­ir því að skann­inn yrði tek­inn í notk­un síðasta haust og janú­ar­mánuði síðastliðnum. Í apríl fram­kvæmdi Lyfja­stofn­un út­tekt á geisla­virku lyfi, sem gefa þarf  þeim sjúk­ling­um sem fara í já­eindaskann­ann. Hann var hins veg­ar ekki form­lega tek­inn í notk­un fyrr en í síðustu viku.

Ekki nóg að dæla pen­ing­um í heil­brigðis­kerfið

Pét­ur H. Hann­es­son, yf­ir­lækn­ir á rönt­g­en­deild Land­spít­ala, sagði í sam­tali við mbl.is í gær það hafi ef til vill verið ósk­hyggja að klára verkið á rúmu ári. Kári full­yrðir að ef Íslensk erfðagrein­ing hefði byggt já­eindaskanna í Vatns­mýri hefði það tekið eitt ár, en ekki tæp þrjú. Já­eindaskann­inn var að stærst­um hluta gjöf til spít­al­ans, eða öllu held­ur þjóðar­inn­ar, frá Íslenskri erfðagrein­ingu og kost­ar í heild­ina rúm­an millj­arð króna.

„Þetta er ósköp ein­fald­lega þvaður,“ seg­ir Kári um orð Pét­urs og bend­ir hann á að þrjú ár séu lang­ur tími þegar litið er til jafn stórra tækja og já­eindaskann­ans. „Svona tæki hef­ur tak­markaðan end­ing­ar­tíma og allt í einu er það orðið þriggja ára gam­alt þegar það er tekið í notk­un,“ seg­ir Kári.

Hann seg­ir að ferlið sýni að það er ekki nóg að dæla pen­ing­um í ís­lenska heil­brigðis­kerfið held­ur þurfi að fylgja því vel eft­ir, sem hafi ekki verið gert í til­viki já­eindaskann­ans.

Eng­ir eft­ir­mál­ar verða hins veg­ar vegna máls­ins að sögn Kára. „Við mun­um halda áfram að hlúa að ís­lensku heil­brigðis­kerfi. Það trufl­ar mig í sjálfu sér ekk­ert að það hafi átti sér röð af mis­tök­um. Nú von­ast ég til þess að þetta gagn­ist spít­al­an­um og ís­lensk­um sjúk­ling­um,“ seg­ir Kári.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka