Féll af þaki Byko og lést

Byko.
Byko.

Karl­maður féll af þaki versl­un­ar­inn­ar Byko við Skemmu­veg í Kópa­vogi 13. ág­úst er hann var þar að störf­um og lést af sár­um sín­um um tveim­ur vik­um síðar.

Heim­ir Rík­h­arðsson, lög­reglu­full­trúi hjá lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu, staðfest­ir þetta við mbl.is en DV greindi fyrst frá.

Maður­inn, sem var 39 ára gam­all pólsk­ur rík­is­borg­ari, var að vinna við þakviðgerðir á veg­um und­ir­verk­taka þegar hann féll niður um gat á þak­inu, 5 til 6 metra.

Hann var með meðvit­und þegar að var komið. Hann var flutt­ur á slysa­deild til skoðunar og lést í fram­hald­inu af sár­um sín­um.

Málið er enn í rann­sókn hjá lög­regl­unni, auk þess sem það er á borði Vinnu­eft­ir­lits­ins.

Málið er í rannsókn hjá lögreglunni.
Málið er í rann­sókn hjá lög­regl­unni. mbl.is/​Eggert
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert