Kínverjar opnuðu dyr eftir að aðrir lokuðu á Ísland

Ólafur Ragnar Grímsson, þáverandi forseti lýðveldisins, og Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, leituðu eftir aðstoð hjá leiðtogum Kínverja á vikunum eftir hrun eftir að ljóst var orðið að ríki Evrópu og Bandaríkin hygðust ekki koma Íslandi til bjargar.

Þetta kemur fram í samtali Ólafs Ragnars við fjölmiðlamanninn Loga Bergmann Eiðsson, en samtal þeirra verður sýnt í Sjónvarpi Símans kl. 20 í kvöld.

Ólafur Ragnar segir meðal annars í viðtalinu að þegar ljóst hafi verið orðið að ekkert ríki Evrópu ætlaði sér að hjálpa Íslendingum hafi hann látið vin sinn, einn helsta áhrifamann á verðbréfamarkaðnum Wall Street í New York, hafa samband við Timothy Geithner, þá seðlabankastjóra New York-ríkis og síðar fjármálaráðherra Bandaríkjanna, um hvort hægt væri að aðstoða Íslendinga, en sá hafi farið bónleiður til búðar.

Í kjölfarið hafi Ólafur Ragnar haft samband við Geir H. Haarde og þeir ákveðið að forsetinn myndi skrifa bréf til Hu Jintao, forseta Kína. „Sem ég og gerði og lýsti þessari stöðu Íslands og fór kurteislega fram á að það yrði búin til samræða við Kína um einhvers konar aðstoð,“ segir Ólafur Ragnar í samtalinu, sem um er fjallað í Morgunblaðinu í dag. Sendiherra Kínverja hafi verið kallaður til seint á laugardagskvöldi til þess að koma bréfinu til skila, sem sýni hvernig ástandið hafi verið.

Nýir viðtalsþættir Loga Bergmanns Eiðssonar hefjast í Sjónvarpi Símans í …
Nýir viðtalsþættir Loga Bergmanns Eiðssonar hefjast í Sjónvarpi Símans í kvöld. Fyrsti viðmælandinn er Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, sem ræðir meðal annars um viðbrögðin eftir bankahrunið.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka