Kynlífsdúkkan og bíllinn fundin

Samskonar kynlífsdúkka og sú sem var stolið.
Samskonar kynlífsdúkka og sú sem var stolið. mbl.is/Eggert

Kynlífsdúkkan Kittý og bíllinn sem notaður var til að brjótast inn í kynlífshjálpartækjaverslunina Adam og Evu fundust á bílastæði við verslunarmiðstöðina Glæsibæ um þrjúleytið í dag. Þetta staðfestir Jóhann Karl Þórisson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við mbl.is.

Inn­brotið varð um klukk­an 5.30 í nótt, en þjóf­arn­ir óku bíl af Hyundai gerð með offorsi nokkr­um sinn­um á úti­dyra­h­urð verslunarinnar og fóru að því loknu inn og stálu þar síli­kond­úkk­unni Kittý, sem og ein­hverju af titr­ur­um og sleipi­efni.

Að sögn Jóhann Karls er lögregla búinn að fjarlægja bílinn af bílastæðinu og mun rannsaka hann betur um helgina. Við tókum hann inn í skúr hjá okkur og ætlum að skoða hann betur á morgun,“ segir hann en unnið verði að rannsókninni um helgina.

Gert við skemmdirnar sem urðu á húsnæðinu.
Gert við skemmdirnar sem urðu á húsnæðinu. mbl.is/Eggert

Heildartjónið á aðra milljón

Tveir einstaklingar sjást á myndbandi á eftirlitsbíl fara út úr bílnum og var framan af talað um að tvær konur hefðu verið þar á ferðinni. Að sögn lögreglu eru þjófarnir ófundnir og hefur kyn þeirra ekki verið staðfest.

Þor­vald­ur Steinþórs­son, eig­andi Adams og Evu, sagði í samtali við mbl.is fyrr í dag að heild­artjónið nemi á bil­inu einni til einni og hálfri millj­ón króna. Sagði hann verðmæti síli­kond­úkk­unnar Kittýjar vera um 350 þúsund krón­ur.

Mesta tjónið varð þó vegna skemmd­anna sem urðu er bíln­um var ekið á húsið. Örygg­is­hliðið sem þar var er ónýtt, neon­skilti líka, auk styttu sem var við inn­gang­inn. Tvö­föld úti­dyra­h­urðin er einnig ónýt, sem að sögn Þor­valds var mjög sterk og hafði aldrei verið brot­in upp áður. Glerið í henni hafði aft­ur á mótið verið brotið af og til í gegn­um árin. „Við vor­um ný­bún­ir að fá ör­ygg­is­gler í það. Það átti að halda en það var bara keyrt á ít­rekað,“ sagði Þor­vald­ur.

„Það tek­ur svo­lítið mikið á að sjá hvers kon­ar harka er að fær­ast í þenn­an heim og hversu langt er seilst að mínu mati fyr­ir lítið. Húsið er stór­skemmt og bíll­inn er stór­skemmd­ur fyr­ir eina síli­kond­úkku. Hvaða rugl er í gangi?“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert