„Ég ætla að nálgast þetta sem starfandi sálfræðingur, en mér finnst eftirsóknarvert að skoða hvað felst í „hygge“ og hvernig hægt er að tileinka sér það,“ segir Kristín Linda Jónsdóttir sálfræðingur, en hún verður með námskeið í næstu viku hjá Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands um danska fyrirbærið hygge, eða eins og það er kallað á íslensku: Að hafa það huggulegt.
„Þeir sem hugsa um og vinna með líðan fólks, lífsgæði og heilsu velta fyrir sér hvað valdi því að Danir hafa mælst aftur og aftur hamingjusamasta þjóð heims.
Auðvitað kemur margt til, svo sem öryggi, afkoma, samfélagsgerðin og fleira sem skiptir máli í hamingju, en við þurfum líka að skoðað þetta lífsviðhorf, sið eða menningu Dana, „hygge“. Forstjóri hamingjurannsóknarstöðvar í Kaupmannahöfn, Meik Wiking, skrifaði fyrir nokkru bókina The Little Book Of Hygge, The Danish Way To Live Well. Nú er búið að þýða hana á næstum fjörutíu tungumál og í kjölfarið hafa komið út margar bækur um „hygge“ og margir rýnt í fyrirbærið.
Sjá samtal við Kristínu Lindu í heild í Morgunblaðinu í dag.