Áhersla á notkun hjálma

Frá vettvangi hjólreiðaslyssins á Nesjavallavegi vorið 2017.
Frá vettvangi hjólreiðaslyssins á Nesjavallavegi vorið 2017.

Rann­sókn­ar­nefnd sam­göngu­slysa tel­ur lík­ur á að maður sem lést í hjól­reiðaslysi á Nesja­valla­vegi í fyrra­vor hefði lifað slysið hefði hann verið með hjálm. Í um­ræddu slysi lést hjól­reiðamaður­inn af völd­um höfuðáverka.

Það var síðdeg­is 22. maí 2017 að veg­far­end­ur komu að slösuðum hjól­reiðamanni á Nesja­valla­leið neðst í brekk­unni vest­an við Dyra­fjöll. Maður­inn hafði tekið hjólið á leigu hjá reiðhjóla­leigu þrem­ur dög­um fyrr og gist nótt­ina fyr­ir slysið við Úlfljóts­vatn.

Eng­in vitni voru að slys­inu. Veg­far­andi hafði séð hann um 2-3 km aust­an við slysstað um kl. 13.42 en til­kynn­ing barst lög­reglu kl. 14.01. Eng­in um­merki fund­ust á vett­vangi né á hjól­inu um árekst­ur, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert