Deilt um mastur og útsýnispall

Útfærsla Arkís á loftmastri Sýnar og tækniskýli með útsýnispalli á …
Útfærsla Arkís á loftmastri Sýnar og tækniskýli með útsýnispalli á toppi Úlfarsfells. Tillagan fer nú í deiliskipulagsferli. Teikning/Arkís

Borg­ar­ráð Reykja­vík­ur hef­ur fall­ist á til­lögu um­hverf­is- og skipu­lags­ráðs að aug­lýsa til­lögu að deili­skipu­lagi fyr­ir svæði á toppi Úlfars­fells þar sem fyr­ir­hugað er að reisa 50 metra hátt fjar­skipta­m­ast­ur fyr­ir loft­net og tækni­skýli með út­sýn­ispalli.

Um­rædd fram­kvæmd á að tryggja full­nægj­andi út­varps- og fjar­skiptaþjón­ustu á höfuðborg­ar­svæðinu en til að lág­marka sjón­ræn áhrif mann­virkja er lagt til að unnið verði með nátt­úru­leg bygg­ing­ar­efni á þann hátt að mann­virk­in falli sem best inn í lands­lagið og um­hverfið.

Ágrein­ing­ur var um málið í um­hverf­is- og skipu­lags­ráði og borg­ar­ráði. Full­trú­ar Sjálf­stæðis­flokks­ins og áheyrn­ar­full­trúi Miðflokks­ins lögðust gegn til­lög­unni, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um þetta mál í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert