Frítt í strætó í dag

Það er frítt í strætó á höfuðborgarsvæðinu í dag í …
Það er frítt í strætó á höfuðborgarsvæðinu í dag í tilefni af alþjóðlega bíllausa deginum. mbl.is/​Hari

Frítt verður í strætó á höfuðborg­ar­svæðinu í dag í til­efni af alþjóðlega bíl­lausa deg­in­um. Hvet­ur Strætó sem flesta til að halda upp á dag­inn með því að skilja bíl­inn eft­ir heima og nýta sér vist­væna sam­göngu­máta, með því að ganga, hjóla eða taka strætó.

Ekki verður hins veg­ar frítt í næt­ur­strætó úr miðbæn­um aðfaranótt sunnu­dags.

Bíl­lausi dag­ur­inn mark­ar lok evr­ópsku sam­göngu­vik­unn­ar sem er hald­in ár­lega dag­ana 16-22. sept­em­ber. Mark­mið vik­unn­ar er að kynna íbú­um í þétt­býli þá sam­göngu­máta sem eru vist­væn­ir, hag­kvæm­ir og heilsu­bæt­andi, um leið og þeir hafa já­kvæð áhrif á um­hverfi og and­rúms­loft.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert