Frítt verður í strætó á höfuðborgarsvæðinu í dag í tilefni af alþjóðlega bíllausa deginum. Hvetur Strætó sem flesta til að halda upp á daginn með því að skilja bílinn eftir heima og nýta sér vistvæna samgöngumáta, með því að ganga, hjóla eða taka strætó.
Ekki verður hins vegar frítt í næturstrætó úr miðbænum aðfaranótt sunnudags.
Bíllausi dagurinn markar lok evrópsku samgönguvikunnar sem er haldin árlega dagana 16-22. september. Markmið vikunnar er að kynna íbúum í þéttbýli þá samgöngumáta sem eru vistvænir, hagkvæmir og heilsubætandi, um leið og þeir hafa jákvæð áhrif á umhverfi og andrúmsloft.