Heimilt að rífa stóra strompinn

Strompurinn stóri gnæfir yfir sementsreitinn en önnur mannvirki eru að …
Strompurinn stóri gnæfir yfir sementsreitinn en önnur mannvirki eru að mestu horfin. Áætlað er að það muni taka mánuð að rífa strompinn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Niðurrif á reit Sementsverksmiðjunnar á Akranesi, sem var reist á árunum 1956 til 1958, stendur yfir. Niðurrifinu á að ljúka fyrir 1. október næstkomandi.

Sementstankarnir stóru munu standa áfram. Einnig voru hugmyndir um að sementsstrompurinn, 68 metra hár, fengi að standa, en hann hefur í hugum margra verið tákn Akraness.

Hins vegar samþykktu 94% íbúa Akraness í ráðgefandi kosningu að strompurinn skyldi felldur, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag. Bæjarstjórn Akraness samþykkti á dögunum samhljóða tillögu þess efnis. Skipulagsstofnun hefur nú staðfest að niðurrif sé heimilt.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert