Umhverfisstofnun segir sektir eða fangelsi eiga við

Sudeith risti íslenska hestinn í berg á Stöðvarfirði. Brot, segir …
Sudeith risti íslenska hestinn í berg á Stöðvarfirði. Brot, segir UST.

Um­hverf­is­stofn­un sendi banda­ríska lista­mann­in­um Kevin Su­deith bréf í upp­hafi mánaðar, þar sem óskað var eft­ir upp­lýs­ing­um um meint ólög­legt at­hæfi hans með því að rista lista­verk í kletta hjá Stöðvarf­irði.

Su­deith dvaldi í þrjá mánuði á Aust­fjörðum í sum­ar og risti þá áletr­an­ir á kletta og nátt­úrumynd­an­ir með leyfi frá land­eig­end­um og sveit­ar­fé­lag­inu Fjarðabyggð. Morg­un­blaðið greindi frá því í ág­úst að áletr­an­ir Su­deith brytu í bága við nátt­úru­vernd­ar­lög, að mati Um­hverf­is­stofn­un­ar.

Í bréfi stofn­un­ar­inn­ar seg­ir að Su­deith gæti verið dæmd­ur til að greiða að lág­marki 350.000 kr. sekt eða jafn­vel í allt að fjög­urra ára fang­elsi. Sigrún Ágústs­dótt­ir, sviðsstjóri hjá Um­hverf­is­stofn­un, seg­ir í sam­tali við Morg­un­blaðið að í bréf­inu séu þau að óska eft­ir upp­lýs­ing­um frá Su­deith og út­skýra hvernig þau túlka lög­in.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert