Flestir frá Filippseyjum

Langflestir Filippseyinganna sem hingað koma eru hjúkrunarfræðingar.
Langflestir Filippseyinganna sem hingað koma eru hjúkrunarfræðingar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Útlend­ing­um frá ríkj­um utan Evr­ópska efna­hags­svæðis­ins sem hafa fengið út­gef­in at­vinnu­leyfi vegna sér­fræðiþekk­ing­ar sinn­ar til starfa hér á landi, hef­ur fjölgað mikið á sein­ustu þrem­ur til fjór­um árum. Á ár­un­um 2012 til 2017 voru tíma­bund­in at­vinnu­leyfi vegna starfa sem krefjast sér­fræðiþekk­ing­ar alls 16% allra nýrra leyfa sem gef­in voru út. Að sögn Gísla Davíðs Karls­son­ar, sér­fræðings á Vinnu­mála­stofn­un, voru veitt 162 ný sér­fræðings­leyfi á öllu sein­asta ári og það sem af er þessu ári eru þau orðin 126.

Allt í allt hef­ur Vinnu­mála­stofn­un veitt 328 ný og fram­lengd at­vinnu­leyfi, vegna starfa sem krefjast sér­fræðiþekk­ing­ar, á yf­ir­stand­andi ári.

Flest­ir hjúkr­un­ar­fræðing­ar

Ef litið er á fimm al­geng­ustu þjóðerni út­lend­inga sem fengið hafa sér­fræðings­leyfi það sem af er yf­ir­stand­andi ári vek­ur at­hygli að flest­ir eru frá Fil­ipps­eyj­um eða rúm­lega 60. Næst­flest­ir eru frá Kína og Banda­ríkj­un­um.

Gísli Davíð seg­ir að lang­flest­ir Fil­ipps­ey­ing­anna sem hingað komu séu hjúkr­un­ar­fræðing­ar. Sú þróun hafi byrjað fyr­ir fá­ein­um árum þegar Fil­ipps­ey­ing­um fjölgaði sem hingað komu, fóru í nám til að ná tök­um á ís­lensk­unni og fengu svo starfs­leyfi og fóru til starfa á hjúkr­un­ar­heim­il­um og sjúkra­hús­um.

Grein­in í heild birt­ist í Morg­un­blaðinu.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert