Hleypur á hundruðum milljóna

Íslandspósti er skylt að niðurgreiða erlendar póstsendingar.
Íslandspósti er skylt að niðurgreiða erlendar póstsendingar.

Rekja má stóran hluta af tapi Íslandspósts til niðurgreiðslna fyrirtækisins á erlendum póstsendingum en kostnaðurinn hleypur á hundruðum milljóna.

Þetta segir Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri Íslandspósts, en fyrirtækinu er skylt samkvæmt alþjóðasamningi (Universal Postal Union) að greiða 70-80% af kostnaði póstsendinga frá þróunarlöndum, þar á meðal Kína.

Í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að pakkar frá Kína flokkast sem póstsendingar frá þróunarríki.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert