Mikil aukning reiðufjár

Reiðufé í umferð er mikið.
Reiðufé í umferð er mikið. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Reiðufé í um­ferð utan Seðlabanka Íslands og inn­láns­stofn­ana jókst um 5,2 millj­arða króna árið 2017 og nam alls um 60,3 millj­örðum króna um síðustu ára­mót.

Þetta kem­ur fram í árs­skýrslu Seðlabanka Íslands. Þar seg­ir enn frem­ur að aukn­ing­in hafi haldið áfram árið 2018 en í lok ág­úst voru um 63,8 millj­arðar króna í um­ferð. Stefán Jó­hann Stef­áns­son, rit­stjóri Seðlabanka Íslands, seg­ir að stór­an hluta aukn­ing­ar­inn­ar megi rekja til ferðamanna þó reiðufé hafi einnig auk­ist meðal Íslend­inga síðustu ár.

Af seðlum í um­ferð voru 10.000 kr. seðlar al­geng­ast­ir eða með um 53,8% hlut­deild. Næst­ir voru 5.000 kr. seðlar sem voru með um 33,6% hlut­deild. Sam­tals voru því tveir verðmæt­ustu seðlarn­ir með 87,4% hlut­deild eða að verðmæti um 55,7 millj­arða króna af þeim 63,8 millj­örðum króna sem voru í um­ferð í ág­úst árið 2018.

Kostnaður frem­ur stöðugur

Ein­inga­kostnaður Seðlabanka Íslands við prent­un seðla og myntsláttu hef­ur hald­ist nokkuð stöðugur á síðustu árum. Kostnaður við prent­un á 10.000 kr. seðlin­um hef­ur lækkað lít­il­lega, prent­un­in kost­ar nú um 21 kr. en kostaði 29 kr. upp­haf­lega. Þá kost­ar enn 3 kr. að búa til 1 kr. og hef­ur kostnaður­inn lítið breyst á síðustu árum, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert