Mikil aukning reiðufjár

Reiðufé í umferð er mikið.
Reiðufé í umferð er mikið. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Reiðufé í umferð utan Seðlabanka Íslands og innlánsstofnana jókst um 5,2 milljarða króna árið 2017 og nam alls um 60,3 milljörðum króna um síðustu áramót.

Þetta kemur fram í ársskýrslu Seðlabanka Íslands. Þar segir enn fremur að aukningin hafi haldið áfram árið 2018 en í lok ágúst voru um 63,8 milljarðar króna í umferð. Stefán Jóhann Stefánsson, ritstjóri Seðlabanka Íslands, segir að stóran hluta aukningarinnar megi rekja til ferðamanna þó reiðufé hafi einnig aukist meðal Íslendinga síðustu ár.

Af seðlum í umferð voru 10.000 kr. seðlar algengastir eða með um 53,8% hlutdeild. Næstir voru 5.000 kr. seðlar sem voru með um 33,6% hlutdeild. Samtals voru því tveir verðmætustu seðlarnir með 87,4% hlutdeild eða að verðmæti um 55,7 milljarða króna af þeim 63,8 milljörðum króna sem voru í umferð í ágúst árið 2018.

Kostnaður fremur stöðugur

Einingakostnaður Seðlabanka Íslands við prentun seðla og myntsláttu hefur haldist nokkuð stöðugur á síðustu árum. Kostnaður við prentun á 10.000 kr. seðlinum hefur lækkað lítillega, prentunin kostar nú um 21 kr. en kostaði 29 kr. upphaflega. Þá kostar enn 3 kr. að búa til 1 kr. og hefur kostnaðurinn lítið breyst á síðustu árum, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka