Formenn stjórnmálaflokkanna með fulltrúa á Alþingi funduðu á föstudag vegna endurskoðunar á stjórnarskrá.
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir vinnuna ganga vel og er hún bjartsýn á að fyrsti áfangi vinnunnar verði kynntur á kjörtímabilinu.
Auðlinda- og umhverfismál hafa verið mest rædd, sem og framsal valdheimilda og þjóðaratkvæðagreiðsla, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.