Vill framlengja gildandi samning um ár

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra lýsti í dag yfir vilja til að …
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra lýsti í dag yfir vilja til að framlengja gildandi rammasamning um eitt ár. mbl.is/Eggert

Svandís Svavars­dótt­ir heil­brigðisráðherra kynnti hug­mynd­ir sín­ar um framtíðarfyr­ir­komu­lag við kaup á þjón­ustu sér­greina­lækna á fundi í vel­ferðarráðuneyt­inu í dag. Á fund­in­um lýsti Svandís vilja sín­um til að fram­lengja gild­andi ramma­samn­ing um eitt ár meðan unnið yrði að breyttu fyr­ir­komu­lagi. Þetta kem­ur fram í frétta­til­kynn­ingu frá vel­ferðarráðuneyt­inu.

Nú­gild­andi samn­ing­ur renn­ur út um ára­mót­in og höfðu sér­fræðilækn­ar lýst því yfir að þeir myndu ekki vinna áfram eft­ir samn­ingn­um mánuð í senn eft­ir þann tíma.

Í frétta­til­kynn­ingu ráðuneyt­is­ins seg­ir að heil­brigðisráðherra leggi áherslu á vilja sinn „til að koma á skip­an sem stuðlar að sam­felldri þjón­ustu við sjúk­linga og trygg­ir sem best sam­spil milli meg­in­stoða heil­brigðis­kerf­is­ins, þ.e. heilsu­gæslu, heil­brigðis­stofn­ana, sjálf­stætt starf­andi heil­brigðis­stétta og sér­hæfðra sjúkra­húsa.“

Kall­ar á vandaða grein­ing­ar­vinnu

Í til­kynn­ingu ráðuneyt­is­ins seg­ir einnig að ráðherra segi ljóst að end­ur­skipu­leggja þurfi fyr­ir­komu­lag þess­ara mála og að ýms­ar leiðir komi til greina í þeim efn­um. Þar horfi ráðherra sér­stak­lega til kaupa á þjón­ustu sér­greina­lækna á grund­velli sér­stakr­ar foraug­lýs­ing­ar, þar sem samið yrði við skipu­lagðar rekstr­arein­ing­ar sjálf­stætt starf­andi heil­brigðis­starfs­fólks.

Þar sem breytt fyr­ir­komu­lag kall­ar á vandaða grein­ing­ar­vinnu, góðan und­ir­bún­ing og sam­ráð við hags­munaaðila er æski­legt að fram­lengja gild­andi ramma­samn­ing, sam­kvæmt því sem kem­ur fram í til­kynn­ingu ráðuneyt­is­ins.

Enn frem­ur er tekið fram að fram­kvæmd hans á gild­is­tím­an­um „verði að byggja á niður­stöðu héraðsdóms sem kveður á um að fram fari fag­legt mat á hverri um­sókn lækn­is sem ósk­ar eft­ir að starfa á grund­velli ramma­samn­ings­ins“.

Vongóð um að all­ir geti vel við unað

„Ég er vongóð um að það megi ná niður­stöðu um fyr­ir­komu­lag sem all­ir geta vel við unað og sem er í þágu sjúk­linga,“ er haft eft­ir Svandísi í frétta­til­kynn­ingu ráðuneyt­is­ins, en til fund­ar­ins í dag voru boðaðir sömu aðilar og ráðherra fundaði með í júlí síðastliðnum til að ræða um þjón­ustu sér­greina­lækna og fag­legt fyr­ir­komu­lag henn­ar með stefnu­mót­un til framtíðar að leiðarljósi.

Þetta voru full­trú­ar frá Sam­tök­um heil­brigðis­fyr­ir­tækja, Lækna­fé­lagi Íslands, Sjúkra­trygg­ing­um Íslands, Lækna­fé­lagi Reykja­vík­ur, Land­spít­ala, Sjúkra­hús­inu á Ak­ur­eyri, Heilsu­gæslu höfuðborg­ar­svæðis­ins, auk eins full­trúa sam­eig­in­lega frá heil­brigðis­stofn­un­um allra heil­brigðisum­dæma lands­ins.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert