Ellefu hleðslustöðvar við flugvöllinn

Ljósmynd/Isavia

Tekn­ar hafa verið í notk­un ell­efu hleðslu­stöðvar fyr­ir raf­bíla við Kefla­vík­ur­flug­völl sem ætlaðar eru fyr­ir farþega og starfs­fólk á flug­vell­in­um en Isa­via hef­ur tekið raf­bíla í sína þjón­ustu.

Þetta kem­ur fram í frétta­til­kynn­ingu frá Isa­via en þar er haft eft­ir Gunn­ari Inga Haf­steins­syni, þjón­ust­u­stjóra bíla­stæðaþjón­ustu Kefla­vík­ur­flug­vall­ar, að hleðslu­stöðvun­um eigi vafa­laust eft­ir að fjölga í framtíðinni.

Hleðslan verður not­end­um að kostnaðarlausu en ein stöðin, hraðhleðslu­stöð, er staðsett á komu­bíla­stæðum þar sem greiða þarf fyr­ir lengri viðveru en 15 mín­út­ur.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert