Teknar hafa verið í notkun ellefu hleðslustöðvar fyrir rafbíla við Keflavíkurflugvöll sem ætlaðar eru fyrir farþega og starfsfólk á flugvellinum en Isavia hefur tekið rafbíla í sína þjónustu.
Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Isavia en þar er haft eftir Gunnari Inga Hafsteinssyni, þjónustustjóra bílastæðaþjónustu Keflavíkurflugvallar, að hleðslustöðvunum eigi vafalaust eftir að fjölga í framtíðinni.
Hleðslan verður notendum að kostnaðarlausu en ein stöðin, hraðhleðslustöð, er staðsett á komubílastæðum þar sem greiða þarf fyrir lengri viðveru en 15 mínútur.