Fyrirtækin yrðu ógjaldfær

Gagnaveita Reykjavíkur, sem er í eigu OR, leggur ljósleiðara í …
Gagnaveita Reykjavíkur, sem er í eigu OR, leggur ljósleiðara í samkeppni við Mílu, dótturfélag Símans mbl.is/Jónas Erlendsson

Lánaheimildir Símasamstæðunnar eru langtum lægri en þær heimildir sem Gagnaveita Reykjavíkur virðist hafa, en Síminn keppir við Gagnaveituna í gegnum dótturfélag sitt Mílu í lagningu ljósleiðara.

Þetta segir Orri Hauksson forstjóri Símans í Morgunblaðinu í dag. Hann segir jafnframt að ef Síminn og önnur fyrirtæki á sama markaði höguðu sér með sama hætti og Gagnaveitan hvað skuldasöfnun varðar yrðu viðkomandi fyrirtæki ógjaldfær mjög fljótlega.

„Íslensk fyrirtæki með skuldsetningu sem er 5 x ebitda eða hærra eru ekki sjálfbær til lengri tíma. Peningarnir klárast allir í afborganir lána og skatta og lítið verður eftir til fjárfestinga, hvað þá arðgreiðslna,“ útskýrir Orri. Hann segir að lánaheimildir Símasamstæðunnar hafi hæst farið í 4,5 x ebitda-hagnað á ári, en þær séu lægri núna eða 2 x ebitda. Gagnaveitan skuldi hins vegar 7,8 x ebitda. Þá segir Orri að leyfilegt fjárfestingarhlutfall Símans hafi hæst farið í 20% af heildartekjum en þetta sama hlutfall var 150% hjá Gagnaveitunni í fyrra. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka