Gullglyrnur gerðu innrás

Gullglyrnan er af bálki netvængja og sótti þessi Kópasker heim …
Gullglyrnan er af bálki netvængja og sótti þessi Kópasker heim í sumar. Ljósmynd/Erling Ólafsson

Mikið var af gull­glyrn­um hér á landi seinni part sum­ars. „Gull­glyrn­urn­ar streymdu yfir landið aust­an­vert. Á Höfn í Hornafirði sáust þær í hverj­um garði í ág­úst­mánuði. Smám sam­an tóku þær að ber­ast vest­ur eft­ir land­inu allt til höfuðborg­ar­inn­ar.“

Þetta skrif­ar Erl­ing Ólafs­son skor­dýra­fræðing­ur á face­booksíðu sína, Heim­ur smá­dýr­anna, og tal­ar um að þær hafi gert inn­rás.

„Gull­glyrn­an þokka­fulla er af bálki net­vængja,“ skrif­ar Erl­ing. „Hún er ár­viss gest­ur hér frá Evr­ópu sem berst sunn­an úr álf­unni með hlýj­um vind­um. Í byrj­un ág­úst streymdi til lands­ins fjöldi þess­ara glæsi­legu smá­dýra með granna græna bol­inn og stóru gler­tæru væng­ina með þéttriðna æðanet­inu sem leggj­ast í ris í hvíld. Gul­græn aug­un eru ein­stak­lega fal­leg, stór og hvelfd, lík­ust sindr­andi gull­mol­um. Þaðan kem­ur heitið.“

Ekki hef­ur verið sýnt fram á að gull­glyrn­ur fjölgi sér hér­lend­is, en vís­ast geta þær lifað af vet­ur í köld­um geymsl­um og sum­ar­hús­um. Ein­tök af gull­glyrn­um sem finn­ast úti á lands­byggðinni eru ávallt vel þegin, skrif­ar Erl­ing.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert