Hvorki fagleg né formleg

Ýmsar athugasemdir voru gerðar við starfsemina í skýrslu starfshóps og …
Ýmsar athugasemdir voru gerðar við starfsemina í skýrslu starfshóps og tillögur um úrbætur. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Jón Gunn­ars­son, þáver­andi sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðherra, setti í mars 2017 á stofn starfs­hóp sem átti að vinna grein­ingu á verk­efn­um Sam­göngu­stofu. Starfs­hóp­ur­inn skilaði af sér áfanga­skýrslu í októ­ber á síðasta ári en ekki hef­ur farið mikið fyr­ir vinnu með til­lög­ur skýrsl­unn­ar í ráðuneyt­inu.

„Við gerðum til að mynda at­huga­semd­ir við ým­is­legt í innri starf­semi og stjórn­un Sam­göngu­stofu og öll þessi atriði voru til­greind og rök­studd nokkuð ít­ar­lega. Í kjöl­far þessa hef­ur ráðuneytið ekki óskað eft­ir því að starfs­hóp­ur­inn leggi af mörk­um frek­ari vinnu og þar við sit­ur,“ seg­ir Sig­urður Kári Kristjáns­son lögmaður og formaður starfs­hóps­ins, í um­fjöll­un um skýrsl­una í Morg­un­blaðinu í dag.

Meðal þess sem tekið var fram í skýrsl­unni var þörf­in á að tryggja skýr­an aðskilnað á milli eft­ir­litsaðila og eft­ir­lits­skyldra aðila í flugrekstri. Var til dæm­is lögð fram í vinnu hóps­ins al­var­leg gagn­rýni á sam­skipti Sam­göngu­stofu og Isa­via, sem hafi hvorki verið nægi­lega fag­leg né form­leg, auk þess sem þess var ekki gætt að hæfi­leg fjar­lægð væri við Isa­via þegar ákv­arðanir sem snertu fyr­ir­tækið beint voru tekn­ar.

Auk Sig­urðar Kára voru í hópn­um þau Bergþóra Hall­dórs­dótt­ir hdl. og Hreinn Lofts­son hrl. Þá unnu tveir starfs­menn úr ráðuneyt­inu með starfs­hópn­um. Starfs­hóp­ur­inn skilaði áður­nefndri áfanga­skýrslu fyr­ir ári, í októ­ber 2017, og bygg­ist hún á viðtöl­um og fund­um með tug­um viðmæl­enda.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert