Norðurljósin heilla enn ferðafólk

Einstök litbrigði og dulúð við Skorradalsvatn þar sem norðurljósin stíga …
Einstök litbrigði og dulúð við Skorradalsvatn þar sem norðurljósin stíga dans í myrkrinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Enn er ekkert lát á áhuga erlendra ferðamanna á því að kynna sér norðurljós á Íslandi. Þetta segir Þórir Garðarsson, stjórnarformaður ferðaþjónustufyrirtækisins Gray Line.

Mikið var um norðurljósamyndir á netinu nú um helgina, ekki síst á samfélagsmiðlum, og vakti það spurningar um hvort norðurljósaferðir hingað til landsins væru jafn vinsælar og undanfarin ár.

Þórir segir að nóg sé að gera nú í upphafi norðurljósatíðar sem stendur frá því í september og fram í apríl. Margir erlendir ferðamenn komi sérstaklega til landsins til að skoða norðurljós. Þetta sé eitt mikilvægasta aðdráttarafl íslenskrar vetrarferðaþjónustu. Sú breyting hafi hins vegar orðið að erlendu ferðamennirnir stoppi skemur á landinu en áður. Yfir 40% skoða norðurljós

Samkvæmt athugun Ferðamálastofu greiddu rúmlega 14% erlendra ferðamanna fyrir norðurljósaferðir hér á landi veturinn 2004 til 2005. Áratug síðar var þetta hlutfall orðið 42%. Líklegt er að það sé ekki minna nú, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka