Segja gróðasjónarmið ráða för

Vigdís Finnbogadóttir og Friðrik Ólafsson.
Vigdís Finnbogadóttir og Friðrik Ólafsson. Ljósmynd/Hrókurinn

Þrír heiðurs­borg­ar­ar Reykja­vík­ur, frú Vig­dís Finn­boga­dótt­ir, fyrr­ver­andi for­seti Íslands, Þor­gerður Ing­ólfs­dótt­ir kór­stjóri og Friðrik Ólafs­son stór­meist­ari, af­hentu borg­ar­stjóra og for­manni borg­ar­ráðs áskor­un í dag þar sem lagst er gegn bygg­ingu hót­els í Vík­urg­arði.

Fram kem­ur í til­kynn­ingu að fjórði heiðurs­borg­ar­inn, Erró, styðji áskor­un­ina en hafi verið er­lend­is og gat þess vegna ekki verið við af­hend­ing­una.

Í áskor­un­inni kem­ur fram að Vík­urg­arður sé einn elsti kirkju­g­arður lands­ins og helg­istaður í höfuðborg­inni. Þar hafi fólk síðast verið jarðsett árið 1883 og fólk eigi hvílustað sem lagði grunn að höfuðstað Íslands og markaði djúp spor í þjóðar­sög­una.

Þorgerður Ingólfsdóttir.
Þor­gerður Ing­ólfs­dótt­ir. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

„Árið 2016 voru flutt­ar brott jarðnesk­ar leif­ar fólks úr hvílustað þess í Vík­urg­arði til að rýma fyr­ir hót­el­inu. Fá­heyrt er að jarðnesk­ar leif­ar fólks í vígðum reit séu látn­ar víkja fyr­ir ver­ald­legri bygg­ingu. Þetta er gróf van­v­irðing við sög­una og minn­ingu forfeðra okk­ar,“ kem­ur fram í áskor­un­inni.

„Enn ber byggðin í Kvos­inni hið geðfellda yf­ir­bragð sem þetta fólk ljáði henni og mik­il­vægt er að verja og vernda. Andi staðar­ins og saga má ekki týn­ast í hringiðu stund­ar­hags­muna,“ seg­ir þar enn frem­ur.

Erró.
Erró. mbl.is/​Sig­urður Bogi Sæv­ars­son

Heiðurs­borg­ar­arn­ir segja að pen­ing­ar ráði gjörðum við ákvörðun­ina um að leyfa bygg­ingu hót­els, ekki menn­ing og saga. 

„Við skor­um því á Reykja­vík­ur­borg og bygg­ing­araðila að láta þegar í stað af fyr­ir­huguðum áform­um, sem mundu fyr­ir­sjá­an­lega valda óbæt­an­leg­um spjöll­um á þess­um viðkvæma og sögu­helga reit í hjarta höfuðborg­ar­inn­ar. Við erum þess full­viss að af­kom­end­ur okk­ar muni um alla framtíð verða þakk­lát­ir ef svo giftu­sam­lega tæk­ist til að horfið yrði frá þess­um áform­um og Vík­urg­arði þyrmt.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert