Á flækingi með ömmu um Miðausturlönd

Jóhanna hvílir lúin bein í Íran, þar sem hún var …
Jóhanna hvílir lúin bein í Íran, þar sem hún var á ferð með afkomendum sínum árið 2011. Ljósmynd/Hrafn Jökulsson

„Ég var ung­ling­ur á fyrsta ári í mennta­skóla þegar ég fór fyrst með ömmu til fram­andi lands, sem var til Egypta­lands,“ seg­ir Vera Ill­uga­dótt­ir, en hún ætl­ar á morg­un, fimmtu­dag, að spjalla yfir kaffi með gest­um borg­ar­bóka­safns­ins í Kringl­unni og segja frá ferðum sín­um um Miðaust­ur­lönd með ömmu sinni Jó­hönnu Kristjóns­dótt­ur.

„Amma bauð mér og mömmu með sér í þessa ferð þó ég hefði ekki lýst nein­um sér­stök­um áhuga á því að fara með henni. En auðvitað þóttu mér all­ar henn­ar ferðir mjög for­vitni­leg­ar og amma var haf­sjór af fróðleik um þess­ar þjóðir og upp­lýsti mig ung­ling­inn. Eft­ir þessa fyrstu ferð með ömmu til Egypta­lands varð ekki aft­ur snúið hjá mér, þetta kveikti sann­ar­lega áhuga minn á þess­um heimi og ég fór í fleiri ferðir með henni, til Sýr­lands, Jemen, Jórdan­íu, Líb­íu og Mar­okkó. Amma á vafa­lítið stór­an þátt í sagn­fræðiá­huga mín­um, þetta kveikti áhuga hjá mér á ver­öld­inni allri og öll­um þeim sög­um sem búa að baki.“

Vera ætl­ar í er­indi sínu á morg­un m.a. að koma inn á hvernig um­horfs var í Sýr­landi þegar hún var þar með ömmu sinni áður en borg­ara­styrj­öld­in skall á með þeim skelfi­legu af­leiðing­um sem ekki sér enn fyr­ir end­ann á.

„Ég var með ömmu í Sýr­landi nokkr­um árum áður en þetta gerðist, þá var þetta frek­ar friðsælt land og allt öðru­vísi um­horfs þar en núna. Amma bjó þarna um tíma og var öll­um hnút­um kunn­ug, svo ég fékk að kynn­ast land­inu vel í gegn­um hana. Það kom mér rosa­lega á óvart þegar þetta fór allt eins og það hef­ur farið í Sýr­landi, það er skelfi­legt þegar friðsælt land breyt­ist í víg­völl,“ seg­ir Vera og bæt­ir við að amma henn­ar hafi sem leiðsögumaður farið marg­ar ferðir til Sýr­lands með Íslend­inga og í ótal ferðir til annarra fram­andi landa.

Sjá viðtal við Veru í heild í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert