Myndarlegur borgarís er nú í mynni Eyjafjarðar. Mikið hefur kurlast úr honum og varar Landhelgisgæslan við að ísbrotin geti reynst hættuleg í myrkri.
Staðsetning borgaríssins á hádegi í dag var 66°08.89 18°28,98 og á eftir að koma í ljós hvort að hann muni halda inn Eyjafjörðinn eða fara þar framhjá.
Að sögn vakthafandi starfsmanns hjá Landhelgisgæslunni hefur verið haft samband við báta og skip á svæðinu og þau verið beðin um að láta fljótlega aftur vita af staðsetningu borgaríssins.
Hefur töluverður fjöldi hvalaskoðunarbáta og annarra báta á svæðinu siglt þar að til að skoða.