Fyrrverandi ráðherra furðar sig á afdrifum skýrslunnar

Jón Gunnarsson (t.h.) vísar á eftirmann sinn, Sigurður Ingi Jóhannsson …
Jón Gunnarsson (t.h.) vísar á eftirmann sinn, Sigurður Ingi Jóhannsson (t.v.). mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Ég fékk þessa skýrslu um það leyti sem starfs­stjórn­in tók til starfa. Í henni komu fram marg­ar ágæt­ar ábend­ing­ar um um­hverfi og rekst­ur Sam­göngu­stofu sem ég ætlaði að láta halda áfram vinnu með. Það náðist að koma ein­hverju af stað, eins og ra­f­ræn­um skrán­ing­um bíla en annað þurfti að kafa dýpra í.“

Þetta seg­ir Jón Gunn­ars­son, alþing­ismaður og fyrr­ver­andi sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðherra, um af­drif skýrslu starfs­hóps sem hann skipaði á ráðherratíð sinni til að greina verk­efni Sam­göngu­stofu. Starfs­hóp­ur­inn skilaði af sér áfanga­skýrslu í októ­ber árið 2017 þar sem kom meðal ann­ars fram al­var­leg gagn­rýni á innri starf­semi Sam­göngu­stofu.

Ekki verður séð að nokkuð hafi verið gert í um­rædd­um at­huga­semd­um á því ári sem liðið er frá því skýrsl­unni var skilað. „Í skýrsl­unni komu fram al­var­leg­ar at­huga­semd­ir sem full ástæða er til að bregðast við. Ráðherr­ann verður að svara því hver fram­vind­an hef­ur orðið, ég hef eng­ar upp­lýs­ing­ar fengið þar um,“ seg­ir Jón Gunn­ars­son og vís­ar þar til eft­ir­manns síns á ráðherra­stóli, Sig­urðar Inga Jó­hanns­son­ar.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert