Fyrrverandi ráðherra furðar sig á afdrifum skýrslunnar

Jón Gunnarsson (t.h.) vísar á eftirmann sinn, Sigurður Ingi Jóhannsson …
Jón Gunnarsson (t.h.) vísar á eftirmann sinn, Sigurður Ingi Jóhannsson (t.v.). mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Ég fékk þessa skýrslu um það leyti sem starfsstjórnin tók til starfa. Í henni komu fram margar ágætar ábendingar um umhverfi og rekstur Samgöngustofu sem ég ætlaði að láta halda áfram vinnu með. Það náðist að koma einhverju af stað, eins og rafrænum skráningum bíla en annað þurfti að kafa dýpra í.“

Þetta segir Jón Gunnarsson, alþingismaður og fyrrverandi samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, um afdrif skýrslu starfshóps sem hann skipaði á ráðherratíð sinni til að greina verkefni Samgöngustofu. Starfshópurinn skilaði af sér áfangaskýrslu í október árið 2017 þar sem kom meðal annars fram alvarleg gagnrýni á innri starfsemi Samgöngustofu.

Ekki verður séð að nokkuð hafi verið gert í umræddum athugasemdum á því ári sem liðið er frá því skýrslunni var skilað. „Í skýrslunni komu fram alvarlegar athugasemdir sem full ástæða er til að bregðast við. Ráðherrann verður að svara því hver framvindan hefur orðið, ég hef engar upplýsingar fengið þar um,“ segir Jón Gunnarsson og vísar þar til eftirmanns síns á ráðherrastóli, Sigurðar Inga Jóhannssonar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka