Lágmarkslaun 375 þúsund

Framsýn vill að samið verði um krónutöluhækkanir og nýja launatöflu.
Framsýn vill að samið verði um krónutöluhækkanir og nýja launatöflu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Stétt­ar­fé­lagið Fram­sýn á Húsa­vík krefst þess í kom­andi kjaraviðræðum við at­vinnu­rek­end­ur að lág­marks­laun verði 375.000 kr. á mánuði fyr­ir fullt starf.

Samið verði um krónu­tölu­hækk­an­ir og nýja launa­töflu og jafn­framt krefst fé­lagið þess m.a. að ráðist verði í skatt­kerf­is­breyt­ing­ar með fjölg­un skattþrepa eða sér­stakri hækk­un á per­sónu­afslætti þeirra sem eru á lág­marks­laun­um, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í dag.

Fram­sýn hef­ur gengið frá kröfu­gerð sinni sem verður inn­legg fé­lags­ins í sam­eig­in­lega kröfu­gerð Starfs­greina­sam­bands­ins og komið henni á fram­færi við samn­inga­nefnd Starfs­greina­sam­bands­ins, sem kem­ur sam­an í byrj­un októ­ber til að móta end­an­lega kröfu­gerð sam­bands­ins gagn­vart Sam­tök­um at­vinnu­lífs­ins.

Þetta kem­ur fram á heimasíðu fé­lags­ins. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert