Á þriðja tug sagt upp hjá Icelandair

Flugvél Icelandair.
Flugvél Icelandair. mbl.is/Eggert

Á þriðja tug starfsmanna Icelandair hefur verið sagt upp störfum. Að sögn Guðjóns Arngrímssonar, upplýsingafulltrúa flugfélagsins, kemur fólkið úr ýmsum deildum og sviðum bæði í Reykjavík og á starfsstöðvum félagsins í Reykjanesbæ og Hafnarfirði.

Guðjón segir uppsagnirnar vera lið í þeim hagræðingaraðgerðum og breytingum sem hafa verið í gangi hjá Icelandair undanfarið.

Ekki er um hópuppsögn að ræða og því þurfti ekki að tilkynna um uppsagnirnar til Vinnumálastofnunar.

Spurður hvort frekari uppsagnir séu í farvatninu kveðst Guðjón ekkert vita um slíkt.

Stutt er síðan flug­freyj­um og flugþjónum í hluta­starfi hjá Icelanda­ir var sagt um að gera upp á milli þess að ráða sig í fulla vinnu hjá fyr­ir­tæk­inu frá og með næstu ára­mót­um eða láta af störf­um.

Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair.
Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. mbl.is/Styrmir Kári
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert