Á þriðja tug sagt upp hjá Icelandair

Flugvél Icelandair.
Flugvél Icelandair. mbl.is/Eggert

Á þriðja tug starfs­manna Icelanda­ir hef­ur verið sagt upp störf­um. Að sögn Guðjóns Arn­gríms­son­ar, upp­lýs­inga­full­trúa flug­fé­lags­ins, kem­ur fólkið úr ýms­um deild­um og sviðum bæði í Reykja­vík og á starfs­stöðvum fé­lags­ins í Reykja­nes­bæ og Hafnar­f­irði.

Guðjón seg­ir upp­sagn­irn­ar vera lið í þeim hagræðing­araðgerðum og breyt­ing­um sem hafa verið í gangi hjá Icelanda­ir und­an­farið.

Ekki er um hópupp­sögn að ræða og því þurfti ekki að til­kynna um upp­sagn­irn­ar til Vinnu­mála­stofn­un­ar.

Spurður hvort frek­ari upp­sagn­ir séu í far­vatn­inu kveðst Guðjón ekk­ert vita um slíkt.

Stutt er síðan flug­freyj­um og flugþjón­um í hluta­starfi hjá Icelanda­ir var sagt um að gera upp á milli þess að ráða sig í fulla vinnu hjá fyr­ir­tæk­inu frá og með næstu ára­mót­um eða láta af störf­um.

Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair.
Guðjón Arn­gríms­son, upp­lýs­inga­full­trúi Icelanda­ir. mbl.is/​Styrm­ir Kári
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert