Húsnæði ekki bara fyrir vel stætt fólk

Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Það verður að grípa til aðgerða sem fjölga íbúðum fyr­ir tekju­lágt fólk, fé­lags­legu hús­næði og byggja upp traust­an og mann­eskju­leg­an leigu­markað var­an­lega. Á Íslandi er nefni­lega stór hóp­ur fólks með lág­ar tekj­ur sem telj­ast þó of háar fyr­ir fjár­hagsaðstoð. Þetta fólk get­ur illa fótað sig á hús­næðismarkaðnum.“

Þetta sagði Logi Már Ein­ars­son, formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, í sér­stakri umræðu um hús­næðismál á Alþingi í dag. Hús­næði væri ekki lúx­us sem standa ætti aðeins vel stæðu fólki til boða held­ur ætti það þvert á móti að vera ein af grunnþörf­um allra. „Það er ekki ein­ung­is til að skýla sér fyr­ir veðri og vind­um, þótt það sé auðvitað nauðsyn­legt, held­ur er tryggt hús­næði staður sem skap­ar ein­stak­ling­um og fjöl­skyld­um ör­yggi.“

Sagði hann Sam­fylk­ing­una hafa lagt fram til­lögu í átta liðum um það hvernig bæta mætti hús­næðismarkaðinn sem hann vonaði að Ásmund­ur Ein­ar Daðason fé­lags­málaráðherra kynnti sér og nýtti. „Ég geri mér grein fyr­ir því að þær munu ekki leysa all­an okk­ar vanda en þær eru nauðsyn­leg fyrstu skref í öf­uga átt við þau sem stjórn­völd hafa tekið síðustu ár, ým­ist með skeyt­ing­ar­leysi eða bein­lín­is vond­um aðgerðum.“

Spurði Logi Ásmund hvort hann væri til­bú­inn til að beita sér fyr­ir frek­ari stofnstyrkj­um til upp­bygg­ing­ar á hag­kvæm­um leigu­íbúðum og hvort ráðherr­ann væri til­bú­inn að leggja fram frum­varp um aukna skyldu allra sveit­ar­fé­laga þegar kæmi að fé­lags­legu hús­næði þannig að nokk­ur sveit­ar­fé­lög standi ekki uppi ein með verk­efnið.

Vant­ar lóðir og bygg­ing­ar­land

Fé­lags­málaráðherra reifaði ýms­ar aðgerðir í svari sínu sem rík­is­stjórn­in hefði þegar gripið til eða til stæðu til þess að taka á vanda hús­næðismarkaðar­ins. Meðal ann­ars með því að styrkja stjórn­sýsl­una með því að flytja Mann­virkja­stofn­un og reglu­verk í kring­um bygg­ing­ar­markaðinn yfir til fé­lags­málaráðuneyt­is­ins.

Einnig væri unnið að aðgerðum vegna fyrstu kaup­enda í sam­vinnu við Íbúðalána­sjóð. Þar væri horft til úrræða sem stjórn­völd í ná­granna­lönd­um ís­lands hefðu beitt en að auki væri verið að vinna að og skoða til­lög­ur sem byggðu á ráðstöf­un líf­eyr­is­sparnaðar til kaupa á fyrstu íbúð, svo­kallaðri sviss­neskri leið.

Þá hefði Íbúðalána­sjóður einnig verið að skoða leiðir til þess að efla leigu­markaðinn og væri meðal ann­ars í skoðun að stofna sér­stakt óhagnaðardrifið leigu­fé­lag þar inni sem hefði það mark­mið að reka leigu­fé­lag eft­ir óhagnaðardrifn­um sjón­ar­miðum.

„Hins veg­ar er eitt sem skipt­ir máli að koma líka inn á hérna og [ég] vil und­ir­strika að sá sem hér stend­ur er að beita sér í þeim mál­um sem hátt­virt­ur þingmaður spurði um, en það þarf fleiri lóðir. Það þarf fleiri lóðir vegna þess að ekk­ert af því sem var nefnt hér að fram­an geng­ur eft­ir ef við fáum ekki aukið fram­boð af lóðum og bygg­ing­ar­landi til þess að byggja á.“

Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra.
Ásmund­ur Ein­ar Daðason fé­lags­málaráðherra. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert