Línudans við Dettifoss

Tveir franskir ofurhugar og einn Breti dönsuðu á línu yfir Jökulsá á Fjöllum rétt neðan við Dettifoss í gær og fyrradag. Þeir eru hluti af frönskum fjöllistahópi sem stundar það að ganga eftir línu víða um heim.

Greint var frá línudansi ofurhuganna á vefsíðunni 641.is.

„Sumt fólk var smeykt en flestir voru áhugasamir og spenntir,“ sagði Bjarni Karlsson, landvörður í Jökulsárgljúfrum, um athæfið. Mennirnir gengu á línunni, sem er 270 metra löng, í um hundrað metra hæð yfir Dettifossi.

Einn þremenninganna heldur af stað.
Einn þremenninganna heldur af stað. Ljósmynd/Bjarni Karlsson

Hann sagði línudansinn ekki hættulegri en klettaklifur í öryggisbúnaði eða annað slíkt og að mennirnir væru fagmenn í því sem þeir gerðu.

Hæðin vekur ugg hjá ýmsum, en þetta er enginn glæfraskapur eða fífldirfska, langt því frá.

Bjarni sagði að fólk hefði fylgst áhugasamt með.
Bjarni sagði að fólk hefði fylgst áhugasamt með. Ljósmynd/Bjarni Karlsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert