Mikil uppbygging á Grandanum

Línbergsreitur er norðan við verbúðir á Grandagarði. Gegnt verbúðunum er …
Línbergsreitur er norðan við verbúðir á Grandagarði. Gegnt verbúðunum er Bakkaskemman, sem m.a. hýsir Sjávarklasann og matarmarkað. Tölvumynd/ASK arkitektar ehf

Stjórn Faxaflóahafna sf. hefur samþykkt fyrir sitt leyti nýtt deiliskipulag fyrir lóðirnar Fiskislóð 16-32 í Örfirisey, svokallaðan Línbergsreit. Þarna er fyrirhugað niðurrif eldri húsa og stórfelld uppbygging í kjölfarið.

Gísla Gíslasyni hafnarstjóra var falið að óska eftir formlegri meðferð skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur um tillöguna. Að sögn Gísla hefur erindið verið sent borginni nú þegar.

Deiliskipulagstillagan er í meginatriðum eins og tillaga sem send var til borgarinnar seinni hluta árs 2017, en þá í kynningarformi. Meirihlutinn í borgarráði og umhverfis- og skipulagsráði hafnaði þessum hugmyndum, m.a. með tilvísun í umsögn skipulagsfulltrúa borgarinnar. Þar kom m.a. fram að hvorki hefði verið mörkuð stefna um uppbyggingu á Vesturhöfn-Örfirisey til lengri tíma, né mörkuð stefna um breytingar á heimilaðri notkun á svæðinu. Ekki væri hægt að taka afstöðu til einnar lóðar eða brots af svæði án þess að skoða alla Vesturhöfnina heildstætt

Síðan þessi samþykkt var gerð hafa farið fram kosningar til borgarstjórnar og inn er komið nýtt fólk. Það mun svo koma í ljós hvort Faxaflóahafnir fá jákvæðari undirtektir að þessu sinni, að því er fram kemur í fréttaskýringu  um þessar fyrirhuguðu framkvæmdir á Grandanum í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert