Skoða bótarétt sinn

Framkvæmdirnar hófust 2016 og var upphaflega gert ráð fyrir að …
Framkvæmdirnar hófust 2016 og var upphaflega gert ráð fyrir að húsið yrði afhent vorið 2017. Tafirnar eru sagðar kostnaðarsamar. mbl.is/​Hari

Gunnar Svavarsson, framkvæmdastjóri Nýs Landspítala ohf., segir tafir á byggingu sjúkrahótels við Landspítalann hafa kostað sitt.

„Það fellur auðvitað á okkur aukakostnaður eins og alltaf þegar menn fá ekki fjárfestinguna afhenta. Eftir því sem lengri tími líður fer til dæmis meiri tími í verkeftirlit og verkefnastjórn,“ segir Gunnar.

Upphaflega stóð til að afhenda húsið vorið 2017. Gunnar segir nú vonir bundnar við að hægt verði að afhenda bygginguna 12. október. Hann segir aðspurður lagt upp með það í samningum við verktaka að greiddar séu 300 þúsund krónur í tafabætur á dag.

„Gera má ráð fyrir að lögfræðingar muni meta heildaruppgjörið þegar þar að kemur á grundvelli skaðabótareglna,“ segir Gunnar í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Framkvæmdir við nýjan meðferðarkjarna Landspítalans eru hafnar. Gunnar segir áformað að þeim ljúki 2024. Spurður hvort þetta markmið sé raunhæft, með hliðsjón af töfum við byggingu sjúkrahótelsins, segir Gunnar „að hönnunarhópurinn CORPUS telji að sú tímaáætlun sem lagt er upp með geti staðist“.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert