Vegurinn við Fjaðrárgljúfur verður lagaður

Vegbrúnin hefur sigið. Aðstoð þurfti svo þessi bíll ylti ekki.
Vegbrúnin hefur sigið. Aðstoð þurfti svo þessi bíll ylti ekki. Ljósmynd/Bryndís Fanney Harðardóttir

Fjaðrárgljúfursvegur er hættulegur og þarfnast viðhalds hið bráðasta, að mati Bryndísar Fanneyjar Harðardóttur hjá bílaþjónustunni Framrás í Vík í Mýrdal. Framrás aðstoðar ökumenn sem lenda í vandræðum og óhöppum.

Starfsmenn Framrásar hafa m.a. þurft að fara að Fjaðrárgljúfri til að draga upp bíla sem voru við það að velta út af veginum.

„Vegkanturinn hefur sigið og hallast ofan í skurð. Vegurinn er orðinn svo kúptur á síðasta spelinum að gljúfrinu að bílar hafa næstum oltið út af,“ sagði Bryndís. „Þetta endar bara með ósköpum verði ekkert gert til að laga veginn.“

Vegagerðin ætlar að laga veginn og bílaplanið við Fjaðrárgljúfur fyrir veturinn. Ágúst Freyr Bjartmarsson, yfirverkstjóri hjá Vegagerðinni í Vík í Mýrdal, reiknar með að vegurinn verði lagaður í næsta mánuði. Einnig á að stækka bílaplanið við Fjaðrárgljúfur, þótt ekki sé pláss til að stækka það mjög mikið. Búið er að tryggja fjármagn í framkvæmdina og verið að ganga frá leyfum til efnistöku, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert