Aukin samþjöppun fylgir uppboðum

Siglt við Þvereyri á Suðurey í Færeyjum.
Siglt við Þvereyri á Suðurey í Færeyjum. mbl.is/Sigurður Bogi

„Stefið í uppboðum Færeyinga er ætíð hið sama, lítil hlutdeild er boðin upp og fá fyrirtæki hirða stærsta hluta heimildanna. Stundum eru fyrirtækin einungis tvö og jafnan er þar um að ræða stærstu sjávarútvegsfyrirtækin. Aukin samþjöppun er því augljós fylgifiskur uppboða og þau eru síst til þess fallin að styðja markmið íslenskrar fiskveiðistjórnunar um að tryggja trausta atvinnu og byggð í landinu.“

Þannig segir meðal annars í grein á heimasíðu Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi um uppboð á fiski sem að hluta hafa verið notuð í Færeyjum við fiskveiðistjórnun og innheimtu veiðigjalda.

Segir þar að færeysk stjórnvöld hafi gert tilraunir með uppboð á þremur deilistofnum og botnfiski í Barentshafi. Ekkert hafi hins vegar enn verið boðið upp á heimamiðum sem Færeyingar hafa umráðarétt yfir. Það komi ekki á óvart enda hafi ástand þorskstofnsins þar verið lélegt og því lítið að bjóða upp, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar á vef SFS.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert