Beðið viðbragða ráðuneytis við ósk um frestun NPA

Velferðarráðuneytið svarar ósk um frestun fljótlega.
Velferðarráðuneytið svarar ósk um frestun fljótlega. mbl.is/Golli

Velferðarráðuneytið hefur enn ekki brugðist við erindi stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem óskað hefur eftir því að gildistöku laga um NPA-þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir verði frestað til áramóta. Lögin eiga að taka gildi 1. október.

„Ég á von á því að svar ráðuneytisins verði sent mjög fljótlega,“ sagði Margrét Erlendsdóttir upplýsingafulltrúi. Hún hafði ekki upplýsingar um hver afstaða ráðuneytisins væri.

Að mati sambandsins þurfa stjórnvöld að gefa sér tíma til að ljúka undirbúningi málsins. Þau segja margt enn óljóst varðandi innleiðingu þjónustunnar og fjármögnun. Reglugerð skorti og hamli það því að sveitarfélög setji eigin reglur, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert