Gleði um Laufskálaréttarhelgina

Réttað í Laufskálarétt í Hjaltadal.
Réttað í Laufskálarétt í Hjaltadal. mbl.is/Sigurður Sigmundsson

laufskálarétt, sem kölluð hefur verið drottning stóðréttanna, verður í Hjaltadal í Skagafirði á morgun, laugardag.

Þetta er ein af hátíðum hestamanna og dregur hún að sér mikinn fjölda fólks. Gleðin hefst raunar í kvöld með stórsýningu í reiðhöllinni Svaðastöðum á Sauðárkróki. Gleðin í reiðhöllinni hefst klukkan 20.30 með bjórtölti og síðar verður árleg skeiðkeppni. Stóðið verður rekið úr Kolbeinsdal til Laufskálaréttar upp úr klukkan 11.30 á morgun og tekur fjöldi hestamanna þátt í rekstrinum. Réttarstörf hefjast klukkan 13.

Opið hús er hjá mörgum hestabúum í Skagafirði á laugardag og oft eru blómleg viðskipti þar og hestakaup og við réttina sjálfa. Annað kvöld verður Laufskálaréttarball í reiðhöllinni Svaðastöðum þar sem Stuðlabandið ásamt Jónsa í Í svörtum fötum leikur fyrir dansi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert