Innlagnakrísur á Landspítala

Landspítalinn við Hringbraut
Landspítalinn við Hringbraut mbl.is/Ómar Óskarsson

Land­spít­al­inn hef­ur tvisvar glímt við al­var­lega inn­lagnakrísu á síðustu dög­um, sem er óvenju­legt á þess­um tíma árs. Þetta kem­ur fram í for­stjórap­istli Páls Matth­ías­son­ar.

„Þegar þetta er skrifað bíða 110 ein­stak­ling­ar með færni- og heil­sum­at á Land­spít­ala eft­ir hjúkr­un­ar­heim­ili og til viðbót­ar eru ríf­lega 20 á Heil­brigðis­stofn­un Vest­ur­lands á Akra­nesi á veg­um spít­al­ans. Þá eru þeir ótald­ir sem bíða annarra úrræða, s.s. end­ur­hæf­ing­ar eða heima­hjúkr­un­ar til að geta snúið aft­ur heim,“ skrif­ar Páll.

Hann seg­ir spít­al­ann búa eins vel að þess­um ein­stak­ling­um og kost­ur er, en að ljóst sé að bráðasjúkra­hús henti þessu fólki alls ekki.

„Sam­hliða þessu verður hefðbund­in bráðastarf­semi sér­stök áskor­un, þegar erfiðlega geng­ur að koma sjúk­ling­um inn á bráðadeild­ir af bráðamót­tök­unni, þar sem fyrsta mat og meðferð fer fram.“

Páll seg­ir um­mönn­un fólks sem lokið hef­ur lækn­is­fræðilegri meðferð á sjúkra­húsi sé á ábyrgð allra í sam­fé­lag­inu. Hann seg­ir þá upp­bygg­ingu sem heil­brigðisráðherra kynnti í vor sér­stak­lega ánægju­lega, en að engu að síður sé ljóst að til skemmri tíma horf­um við fram á erfiða tím í þjón­ustu við þenn­an viðkvæma hóp.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert