Jakob Valgeir upp úr kvótaþakinu

Í Fiskvinnslu Jakobs Valgeirs ehf. í Bolungarvík.
Í Fiskvinnslu Jakobs Valgeirs ehf. í Bolungarvík. mbl.is/Þorkell Þorkelsson

Útgerðarfyrirtækið Jakob Valgeir í Bolungarvík hefur sex mánuði til að leiðrétta stöðu sína í krókaaflamarki, en hlutdeild fyrirtækisins er verulega umfram leyfilegt hámark, að því er fram kemur á heimasíðu Fiskistofu.

Fyrirtækið ræður yfir 6,42% krókaaflahlutdeildar, en leyfilegt hámark er 5%. Í þorski er fyrirtækið með 6,08% hlutdeild og 7,77% í ýsu, en hámarkið er 4% í þorski og 5% í ýsu.

Í næstu sætum í krókaaflamarki á eftir Jakobi Valgeiri eru Grunnur í Hafnarfirði með 4,6% og Einhamar Seafood með 4,1% hlutdeild. Miðað er við að heildaraflahlutdeild fiskiskipa í eigu einstakra eða tengdra aðila fari ekki yfir 12% af samanlögðu heildarverðmæti aflahlutdeildar allra tegunda, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert