Píratar sagðir erfiðir í samstarfi

149. löggjafarþing Íslendinga var sett 11. september sl. Guðni Th. …
149. löggjafarþing Íslendinga var sett 11. september sl. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, í ræðustól á setningarathöfninni. mbl.is/​Hari

Að und­an­förnu mun hafa verið grunnt á því góða á milli þing­manna Pírata og ým­issa annarra þing­manna á Alþingi. Þetta hef­ur Morg­un­blaðið eft­ir nokkr­um þing­mönn­um, bæði stjórn­ar­liðum og stjórn­ar­and­stæðing­um, sem hafa full­yrt í eyru blaðamanns að Pírat­ar væru af­skap­lega erfiðir í sam­starfi.

Pírat­ar sem Morg­un­blaðið hef­ur rætt við vísa því á bug, að þeir séu erfiðir í sam­starfi, að því er fram kem­ur í frétta­skýr­ingu um þetta efni  í blaðinu í dag.

Einn þing­flokks­formaður sem rætt var við orðaði þetta svo: „Pírat­ar eru mjög flókn­ir í sam­skipt­um. Varðandi gang mála hér á þing­inu þurfa menn að eiga alls kon­ar sam­starf og sam­ráð, bæði form­legt og óform­legt. Í haust hafa Pírat­ar verið al­veg sér­stak­lega erfiðir í sam­skipt­um og viljað hafa allt í mjög föstu formi, sem get­ur virki­lega þvælt ákv­arðana­töku og af­greiðslu mála.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka