Blikur á lofti í atvinnulífinu

Ferðamenn á Þingvöllum.
Ferðamenn á Þingvöllum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

54% stjórnenda stærstu fyrirtækja landsins telja að aðstæður í atvinnulífinu versni á næstu sex mánuðum og aðeins 4% að þær batni. Þetta kemur fram í könnun Samtaka atvinnulífsins meðal stjórnenda 400 stærstu fyrirtækja landsins, sem reglulega er framkvæmd.

40% stjórnenda töldu fyrir þremur mánuðum að aðstæður myndu versna á næstu sex mánuðum. Hafa væntingar stjórnenda ekki verið minni frá upphafi mælinganna árið 2002 og hefur bjartsýni stjórnenda 2013-2017 nú vikið fyrir svartsýni.

Aðeins 45% stjórnenda telja núverandi aðstæður í atvinnulífinu góðar, en hlutfallið var 60% fyrir þremur mánuðum. 12% telja aðstæðurnar slæmar og eru væntingar stjórnenda minnstar í sjárvarútvegi, flutningum og ferðaþjónustu.

Stjórnendur búast við 3% verðbólgu á næstu 12 mánuðum. Þetta er óbreytt frá fyrri könnunum og yfir verðbólgumarkmiði Seðlabankans, 2,5%, að því er fram kemur í umfjöllun um könnun SA í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert