Gæti bitnað á fjárfestingu

Lítið svigrúm er til fjárfestinga og verðhækkana í hópferðaakstri.
Lítið svigrúm er til fjárfestinga og verðhækkana í hópferðaakstri. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Hækkun olíuverðs gæti skert svigrúm fyrirtækja til fjárfestingar, m.a. í ferðaþjónustu. Það gæti aftur haft víðtækari efnahagsáhrif.

Elvar Orri Hreinsson, sérfræðingur hjá Greiningu Íslandsbanka, segir að ef rekstrarkostnaður aukist hraðar en tekjur vegna hærra olíuverðs dragi það úr fjárhagslegu svigrúmi til fjárfestingar.

„Olía er stór hluti af rekstrarkostnaði þessara fyrirtækja. Það kemur sér því illa fyrir þau ef olíuverð hækkar. Þessi fyrirtæki þyrftu þá að draga úr öðrum kostnaði og/eða auka tekjur á móti vilji þau viðhalda sömu fjárfestingagetu.“

Hallgrímur Lárusson, annar eigandi Snæland Grímsson, segir hækkandi olíuverð bætast við samdrátt í ferðaþjónustu í sumar. Lítið svigrúm sé til fjárfestinga og verðhækkana í hópferðaakstri, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Yngvi Harðarson, framkvæmdastjóri Analytica, segir fjármálagreiningu benda til að olíuverðið muni ekki lækka á næstunni. Líklegt þak á olíuverðinu sé 89-96 dalir á fatið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka