Nýir hluthafar hafa lagt sprotafyrirtækinu geoSilica til 40 milljónir króna. Miðað við hlutafjárframlagið nemur heildarvirði fyrirtækisins um 700 milljónum króna.
Það var árið 2012 sem þau Fida Abu Libdeh og samnemandi hennar í orku- og umhverfistæknifræði, Burkni Pálsson, fengu þá hugmynd að vinna kísilsteinefni úr affallsvatni frá Hellisheiðarvirkjun.
Árið 2015 kynntu þau fyrstu afurðina af þróunarstarfi sínu og í dag eru vörur fyrirtækisins seldar hér á landi og í Þýskalandi. Með nýju hlutafé er ætlunin að hefja sókn inn á markaði í Skandinavíu. Í samtali við Morgunblaðið í dag segir Fida að stefnt sé að miklum vexti fyrirtækisins á komandi árum.