Kjörið var í nýtt framkvæmdaráð Pírata á aðalfundi stjórnmálasamtakanna á Selfossi í dag. Voru þau Valgerður Árnadóttir, Halldór Auðar Svansson, Unnar Þór Sæmundsson og Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir kjörin í atkvæðagreiðslu í gegnum rafrænt kosningakerfi Pírata.
Fyrr um daginn voru þeir Steinar Guðlaugsson og Pétur Óli Þorvaldsson slembivaldir inn í framkvæmdaráð og aðalfundur Pírata kaus Reber Abdi Muhamed inn í framkvæmdaráð sem áheyrnarfulltrúa.
Þá voru þau Eva Pandora Baldursdóttir og Halldór Arason kjörin skoðunarmenn reikninga. Sunna Rós Víðisdóttir, Elsa Kristjánsdóttir og Björn Þór Jóhannesson voru kjörnir aðalmenn í úrskurðarnefnd og Gunnar Ingiberg Guðmundsson og Einar Hrafn Árnason sem varamaður.