Samgöngur bættar

Á meðal markmiða í vegamálum er að fækka einbreiðum brúm …
Á meðal markmiða í vegamálum er að fækka einbreiðum brúm á vegum með yfir 200 bíla meðalumferð á dag allt árið. Á þjóðvegum eru 686 einbreiðar brýr, þar af eru 39 á hringveginum. Stefnt er að því að fækka þeim um níu á tímabilinu. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Gert er ráð fyrir að 192 milljörðum króna verði varið til samgöngumála á árunum 2019-2023 amkvæmt fjármálaáætlun. Vegagerðin fær lungann af því eða 161 milljarð.

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, hefur lagt fram þingsályktunartillögu um fimm ára samgönguáætlun fyrir sama tímabil, það er aðgerðaáætlun fyrir fyrsta fimm ára tímabil 15 ára samgönguáætlunar. Þar er gerð grein fyrir fjölda verkefna sem ætlunin er að ráðast í.

Í kafla um almenn samgönguverkefni eru m.a. sett markmið um greiðar samgöngur. Þeirra á meðal að ljúka við skilgreiningu á grunnneti hjólreiðastíga innan helstu þéttbýliskjarna og á vinsælustu ferðamannaleiðum. Þá verði unnið að lagfæringum á stöðum þar sem mörg slys hafa orðið. Bæta á umhverfi vega til að draga úr hættu á alvarlegum slysum við útafakstur.

Varðandi markmið um hagkvæmar samgöngur á að skoða leiðir til fjármögnunar stærri framkvæmda, m.a. í samstarfi við einkaaðila. Á áætlunartímabilinu verði einnig skoðað nýtt fyrirkomulag á gjaldtöku vegna notkunar á vegum sem verði miðað við ekna kílómetra, að því er  fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert