Stytting hefur ekki áhrif

Verslunarskóli Íslands birtir úttekt á styttingu náms í 3 ár.
Verslunarskóli Íslands birtir úttekt á styttingu náms í 3 ár. mbl.is/Sverrir Vilhelmsson

Stytting á námstíma til stúdentsprófs hefur lítil sem engin áhrif á getu nemenda í undirstöðugreinunum stærðfræði og íslensku. Þetta kemur fram í úttekt sem Verzlunarskóli Íslands gerði en skólinn hélt samræmd próf fyrir nemendur sem voru að útskrifast á fjórum og þremur árum.

Meðaleinkunn nemenda í 3 ára námi var 6,0 og 5,4 hjá þeim í fjögurra ára námi. Í íslenskuhlutanum voru árgangarnir með sömu meðaleinkunn eða 6,5 og enginn merkjanlegur munur á dreifingu einkunna.

Skólinn fékk einnig Maskínu með sér í lið sem gerði könnun meðal kennara og nemenda ásamt rýnihópaviðtölum og var afstaða beggja hópa almennt jákvæð. „Í fyrsta lagi ætluðum við að rannsaka námsárangur. Meginniðurstaðan þar er að nemendur úr þriggja ára náminu eru ekkert síðri og í mörgum tilfellum betri,“ segir Ingi Ólafsson, skólastjóri, í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert