Þungt högg fyrir fyrirtæki í makrílvinnslu

Áætlað hefur verið að heildarverðmæti makrílafurða frá Íslandi verði 14-16 …
Áætlað hefur verið að heildarverðmæti makrílafurða frá Íslandi verði 14-16 milljarðar króna í ár. mbl.is/Börkur Kjartansson

Ný makrílráðgjöf Alþjóðahafrannsóknaráðsins, ICES, gerir ráð fyrir rúmlega 40% samdrætti í makrílafla á næsta ári.

„Þetta eru u.þ.b. 50 þúsund tonn sem hverfa þarna fyrir Íslendinga, svona fljótt á litið ef við miðum við ráðgjöf í fyrra. Áætluð skerðing er á bilinu 6,5 og 7 milljarðar króna sem hverfa þá af tekjunum,“ segir Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar. Ráðgjöfin sé þungt högg fyrir þau fyrirtæki sem fjárfest hafi í makríl og þá sem hafi atvinnu af makrílveiðunum.

„Makríllinn er verðmætasti uppsjávarstofninn í dag og þetta verður töluverð niðursveifla hjá fyrirtækjum sem flest hafa verið í miklum fjárfestingum. Makríllinn hefur heldur ekki verið lengi hjá okkur, þannig að fjárfestingarnar eru frekar ungar,“ segir hann.

Norðmenn hafa gagnrýnt aðferðafræði ráðsins við stofnmat á makríl. „Ég reikna með því að vísindasamfélagið og iðnaðurinn fari vel yfir þær athugasemdir og forsendur ráðgjafarinnar, það er allra hagur að rannsóknir séu sem bestar þannig að stofninn sé nýttur með sjálfbærum hætti,“ segir Gunnþór í fréttaskýringu í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert