Afhentu SKB 16,6 milljónir króna

Frá afhendingunni í Smáralind í gær.
Frá afhendingunni í Smáralind í gær. Ljósmynd/Rynkeby Ísland

Hjólahópurinn Team Rynke­by á Íslandi afhenti í gær Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna 16.612.744 krónur sem söfnuðust þegar hópurinn tók þátt í samnorrænu góðgerðarverkefni í sumar með því að hjóla frá Kaupmannahöfn til Parísar.

Rósa Guðbjartsdóttir tók við styrknum fyrir hönd Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna.

Íslenska Rynke­by-liðið hef­ur tví­veg­is tekið þátt en verk­efnið er samn­or­rænt góðgerðar­verk­efni. Hjól­reiðalið hjóla rúm­lega 1.300 kíló­metra og safna styrkj­um fyr­ir krabba­meins­sjúk börn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert