Er raunhæft að hækka lágmarkslaun í 375 þúsund?

Ragnar Þór Ingólfsson og Halldór Benjamín Þórbergsson mætast á Þingvöllum …
Ragnar Þór Ingólfsson og Halldór Benjamín Þórbergsson mætast á Þingvöllum í dag kl 10:00.

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR og Halldór Benjamín Þórbergsson, formaður SA, mæta á Þingvelli á K100 í dag þar sem kjaramálin framundan verða vafalítið aðalatriðið. Nokkur verkalýðsfélög hafa rætt um og sum farið fram á 375 þúsund króna lágmarkslaun. Samtök atvinnulífsins hafa hins vegar sagt að slík hækkun væri ekki í samræmi við raunveruleikann og myndi kosta 200-300 milljarða fyrir atvinnulífið.

Björt Ólafsdóttir, fyrrverandi þingmaður og ráðherra, mun ræða þessi mál atvinnulífsins við þá Ragnar og Halldór klukkan 10:00. Hlusta má á þáttinn í útvarpinu á FM 100,5 eða hér á vefnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert